Liverpool tapaði síðasta leiknum sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en liðið heimsótti Royale Union Saint-Gilloise í Belgíu í kvöld.
Jurgen Klopp hvíldi allar helstu byssurnar sínar, Kaide Gordon, Ben Doak og aðrir minni spámenn fengu að byrja leikinn.
Heimamenn komust yfir á 32 mínútu en varnarmaðurinn Jarell Quansah jafnaði fyrir Liverpool skömmu síðar.
Heimamenn skoruðu svo sigurmark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleik. Jurgen Klopp reyndi að sækja sigurinn og henti meðal annars Darwin Nunez inn á völlinn.
Það mistókst en Liverpool vann riðilinn með tólf stig.