Leandro Paredes, leikmaður Roma og argentíska landsliðsins, segir að leikmenn Argentínu hafi strítt Alejandro Garnacho út af ást sinni á Cristiano Ronaldo.
Garnacho, sem er leikmaður Manchester United, er að stíga sín fyrstu skref með argentíska landsliðinu. Þar spilar auðvitað Lionel Messi en þrátt fyrir það virðist Garnacho vera meiri aðdáandi Ronaldo.
„Við höfum grínast í honum með þetta. Hann er mjög feiminn og svarar þessu ekki,“ segir Paredes.
Hann og aðrir leikmenn Argentínu sýna þessu þó alveg skilning.
„Þetta er hans fyrirmynd. Hann hefur alltaf fylgst vel með honum og spilar á svipaðan hátt. Þetta er í góðu lagi.
Hann þarf auðvitað að haga sér aðeins öðruvísi þegar hann er með landsliðinu.“