Dean Smith var fyrr í vikunni ráðinn aðalþjálfari Charlotte FC í MLS-deildinni vestan hafs.
Smith var síðast hjá Leicester í ensku úrvalsdeildinni en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli í vor. Einnig hefur hann stýrt Norwich og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Nú er Smith mættur til Bandaríkjanna og skrifaði undir hjá Charlotte í vikunni.
Eins og venjan er var tekin mynd af því þegar hann skrifaði undir en Charlotte ákvað að grínast aðeins í netverjum.
Á samningnum voru ýmiss furðuleg ákvæði sem glöggir tóku eftir þegar þeir drógu skjáinn inn.
Til að mynda stóð að Mr. Minty, lukkudýr Charlotte, mætti funda með Smith vikulega og að hann ætti að taka upp eitt TikTok myndband á mánuði fyrir félagið.
Mynd af þessu er hér að neðan.
Can’t wait for Dean Smith to be on my fyp pic.twitter.com/zRE99qwtfC
— Benjamin Levinson (@Ben__Levinson) December 12, 2023