Erik ten Hag stjóri Manchester United ákvað í sumar að selja Fred en hann hafði enga trú á miðjumanninum frá Brasilíu.
Nokkuð erfiðlega gekk að selja Fred en það var að lokum Fenerbache í Tyrklandi sem krækti í kauða.
Fred hefur svo sannarlega reynst liðinu vel en Fenerbache situr á toppi deildarinnar ásamt Galatasaray.
Fred hefur spilað 16 leiki fyrir Fenerbache á þessu tímabili, liðið hefur unnið alla þá sextán leiki.
Fred er þrítugur en hann missti af leikjum í nóvember vegna meiðsla, Fenerbache tapaði þar þremur leikjum.
Forráðamenn Fenerbache eru afar ánægðir með það sem Fred hefur komið með á borðið en hann festi sig aldrei í sessi á Old Trafford.