Victor Osimhen framherji Napoli hefur verið nokkuð óhress í herbúðum félagsins undanfarnar vikur og ekki verið sáttur með framkomuna í sinn garð.
Þrátt fyrir það segja fjölmiðlar á Ítalíu að Osimhen sé að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Samningur Osimhen mun gilda til sumarsins 2026 en hann er í dag 24 ára gamall.
Framherjinn knái var magnaður á síðustu leiktíð þegar Napoli vann úrvalsdeildina á Ítalíu og var eftirsóttur biti.
Klásúla verður sett upp í samningi Osimhen sem mun gera honum kleift að fara frá félaginu fyrri 115 milljónir punda, upphæð sem nokkur félög gætu treyst sér til að borga.