Katherine Amanda Cousins hefur samið við kvennalið Vals og mun leika með liðinu út næsta tímabil hið minnsta.
Katie sem fædd er árið 1996 hefur verið einn allra besti leikmaður Bestu Deildarinnar síðan hún gekk til liðs við Þrótt Reykjavík fyrir tímabilið 2021.
Katie leikur á miðjunni og hefur skorað 11 mörk í 37 leikjum í efstu deild. Katie er að koma aftur til Íslands frá Angel City FC sem leikur í efstu deild í Bandaríkjunum.
„Ljóst er að nokkrir leikmenn munu yfirgefa kvennaliðið okkar og erum við því afar ánægð með að hafa náð samningum við Katie sem mun spila stórt hlutverk hjá okkur í sumar,“ segir á vef Vals.