Pep Guardiola kom með athyglisvert svar er hann var spurður út í við hvað hann myndi starfa ef hann væri ekki knattspyrnustjóri.
Spánverjinn hefur náð stórkostlegum árangri í fótboltanum við stjórnvölinn hjá Barcelona, Bayern Munchen og Manchester City en hann var spurður út í hvað hann væri að gera ef hann væri ekki í boltanum.
„Ég væri háskólaprófessor og myndi kenna sögu,“ sagði Guardiola.
„Það væri draumur minn ef ég væri ekki knattspyrnustjóri,“ bætti hann við.
Guardiola hefur verið stjóri City síðan 2016 en á síðustu leiktíð vann hann þrennuna með liðinu, svo eitthvað sé nefnt.