Ange Postecoglu, stjóri Tottenham, var í stuði á blaðamannafundi liðsins í dag fyrir leikinn gegn Nottingham Forest á morgun.
Þar var Ástralinn spurður að því hvort hann hafi fylgst með leikjum vikunnar í Meistaradeildinni og hvart það fengi hann ekki til að vilja komast í keppnina með Tottenham á næstu leiktíð.
„Hvað heldur þú félagi?“ svaraði Postecoglu léttur.
„Heldurðu að ég skoði dagskránna og hugsi: Það er Meistaradeildin í kvöld, kíki kannski á það? Ég fylgist nokkuð vel með fótbolta.“
Myndband af þessu er hér að neðan.
Reporter: "Did you watch any of the Champions League matches?"🤔
Ange: "What do you reckon mate?"🤣
Ange Postecoglou DID watch the @ChampionsLeague matches this week, with his Spurs side looking to return to the competition next season!👀
🔗https://t.co/xS9BCqNSp7 pic.twitter.com/nrS0xt1Aql
— Hayters TV (@HaytersTV) December 14, 2023