Manchester City endaði með fullt hús stiga í G-riðili Meistaradeildarinnar en liðið vann góðan 2-3 sigur á Rauðu stjörnunni í kvöld.
Pep Guardiola stillti upp hálfgerðu varaliði en Kalvin Phillips fékk meðal annars sjaldgæft tækifæri í byrjunarliðinu.
Ungu strákarnir Micah Hamilton og Oscar Bobb sáu um að skora mörk City og það var svo Kalvin Phillips sem skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
RB Leipzig vann svo sigur á Young Boys en liðið vanna fjóra leiki í riðlinum, bæði töp liðsins komu gegn City.