Þegar enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 var John Barnes þá leikmaður Liverpool launahæsti leikmaður deildarinnar og var hann það fyrstu tvö árin.
Barnes fékk 1,7 milljón króna á viku en það teljast ömurleg laun í heimi fótboltans í dag.
Sem dæmi má nefna að Kevind de Bruyne leikmaður Manchester City hefur þénað 70 milljónir króna í föst laun í viku hverri síðustu tvö árin.
Roy Keane var fyrirliði Manchester United og var launahæsti leikmaður deildarinnar í fjögur ár, laun hans hækkuðu mikið á þeim tíma.
Cristiano Ronaldo er launahæsti leikmaður í sögu deildarinnar en hann þénaði nokkuð meira en De Bruyne gerir í dag.
Steven Gerrard leikmaður Liverpool var árið 2005 sá fyrsti til að fá 100 þúsund pund í laun á viku.
Listinn:
1992/93: John Barnes – £10,000- á viku
1993/94: John Barnes – £10,000- á viku
1994/95: Eric Cantona – £18,000- á viku
1995/96: Dennis Bergkamp – £25,000- á viku
1996/97: Fabrizio Ravanelli – £42,000- á viku
1997/98: Alan Shearer – £34,000-á viku
1998/99: Alan Shearer – £34,000-á viku
1999/00: Roy Keane – £52,000- á viku
2000/01: Roy Keane – £52,000- á viku
2001/02: Roy Keane – £90,000-a á viku
2002/03: Roy Keane – £94,000- á viku
2003/04: Hernan Crespo – £94,000- á viku
2004/05: Frank Lampard – £98,000- á viku
2005/06: Steven Gerrard – £100,000- á viku
2006/07: Andriy Shevchenko – £118,000- á viku
2007/08: John Terry – £135,000- á viku
2008/09: Robinho – £160,000- á viku
2009/10: Carlos Tevez – £250,000- á viku
2010/11: Carlos Tevez – £250,000- á viku
2011/12: Carlos Tevez – £250,000- á viku
2012/13: Carlos Tevez – £250,000- á viku
2013/14: Wayne Rooney – £300,000- á viku
2014/15: Wayne Rooney – £300,000- á viku
2015/16: Wayne Rooney – £300,000- á viku
2016/17: Wayne Rooney – £300,000- á viku
2017/18: Alexis Sanchez – £350,000- á viku
2018/19: Alexis Sanchez – £350,000- á viku
2019/20: David de Gea – £375,000- á viku
2020/21: Gareth Bale – £560,000- á viku(Real Madrid borgaði meirihlutann)
2021/22: Cristiano Ronaldo – £480,000- á viku
2022/23: Kevin De Bruyne – £400,000- á viku
2023/24: Kevin De Bruyne – £400,000- á viku