Rasmus Hojlund eins og fleiri leikmenn Manchester United eru í vanda staddir, hann átti hörmungar leik gegn Bayern í gær.
Framherjinn snerti ekki boltann í vítaiteig Bayern og var aldrei líkegur til þess að skora.
Danski framherjinn hefur átt mjög erfiða byrjun hjá United, hann hefur sem dæmi ekki enn skorað í ensku úrvalsdeildinni.
Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu en liðið komst ekki upp úr riðlakeppninni.
Þetta varð ljóst í gær en liðið tapaði 0-1 gegn Bayern Munchen. Þurfti það að treysta á jafntefli í leik FCK og Galatasaray og vinna Bayern en Danirnir unnu sinn leik og sigur hefði því ekki dugað lærisveinum Erik ten Hag.
United skrifaði söguna þá á ansi neikvæðan hátt í gær en liðið varð það fyrsta í sögunni frá Englandi til að fá á sig 15 mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Mark Bayern í gær gerði það að verkum.