Chelsea horfir í að styrkja tvær stöður sérstaklega fyrir félagaskiptagluggann í janúar.
Lundúnaliðið hefur verið í miklu brasi á leiktíðinni og situr í tólfta sæti. Haugur leikmanna hefur komið síðan Todd Boehly eignaðist félagið en lítið af þeim getað eitthvað.
Football Insider segir frá því Chelsea vilji fá inn markvörð og sóknarmann í janúarglugganum.
Ekki er tekið fram hvort félagið sé á eftir aðalmarkverði en Robert Sanchez hefur staðið í rammanum á leiktíðinni.