Inter Miami hefur staðfest að félagið ætli sér í æfingaferð til Sádí Arabíu en þar munu Cristiano Ronaldo og Lionel Messi líklega mætast í síðasta sinn.
Messi gekk í raðir Inter Miami í sumar og leikur nú í Bandaríkjunum, Al-Nassr krækti svo í Ronaldo í upphafi árs og leikur hann í Sádí Arabíu.
Þessir mögnuðu leikmenn hafa átt farsæla ferli en er nú komnir í minni deildir en blómstra þar
Messi og félagar mæta til Sádí í lok janúar og mæta Al-Hilal þann 29 janúar en 1 febrúar mætir liðið Al-Nassr.
Kjaftasaga um leikinn hefur lengi verið í gangi en nú hefur fengið staðfest að Ronaldo og Messi mætast líklega í síðasta sinn.