Mikið breytt lið Arsenal náði jafntefli gegn PSV á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Lítil spenna var í riðlinum enda voru bæði Arsenal og PSV voru komin áfram. Mikel Arteta gerði miklar breytingar á liði Arsenal.
Arsenal komst yfir með marki frá Eddie Nketiah en heimamenn í PSV jöfnuðu leikinn.
Í hinum leiknum vann Lens sigur á Sevilla.
Með sigrinum tryggði Lens sæti sitt í Evrópudeildina á næstu leiktíð.