Fjölmiðlamaðurinn, Eggert Skúlason var í skýjunum með helgina og ákvað að fá sér húðflúr vegna þess.
Eggert sem hefur ýmsa fjöruna sopið er harður stuðningsmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Eggert horfði á sína menn vinna góðan sigur á Newcastle, eftir dapurt gengi fann Tottenham taktinn.
„Var í skýjunum með leikinn gegn Newcastle,“ skrifar Eggert á Facebook síðu sína og birtir mynd af nýja flúrinu.
Þar má sjá merki Tottenham á handleggnum hans og virðist Eggert ansi sáttur með verkið.