Veikindi herja á leikmenn Manchester United en tveir leikmenn misstu af æfingu liðsins í dag.
United tekur á móti Bayern á morgun í Meistaradeildinni, liðið þarf að vinna leikinn og treysta á að FCK og Galatasaray geri jafntefli.
Marcus Rashford og Anthony Martial voru báðir fjarverandi í dag vegna veikinda.
Þeir félagar hafa spilað illa undanfarnar vikur og fengið gríðarlega gagnrýni fyrir frammistöðu sína.
Leikurinn á Old Trafford er annað kvöld en forráðamenn United vonast eftir því að fleiri leikmenn verði ekki veikir.