Eric Bailly varnarmaður Besiktas er einn af fimm leikmönnum sem félagið hefur ákveðið að reka burt.
Bailly kom til félagsins fyrir 98 dögum en í yfirlýsingu segir félagið að hann sé ekki velkomin lengur.
„ Vincent Aboubakar, Valentin Rosier, Eric Bailly, Rachid Ghezzal og Jean Onana eru bannaðir frá æfingum eftir slakar frammistöður,“ segir í yfirlýsingu.
Bailly var lengi vel í herbúðum Manchester United en náði ekki neinu flugi þar.
Aboubakar er þekktur framherji sem hafði gert góða hluti í Sádí Arabíu áður en hann skellti sér til Tyrklands.