Stuðningsmenn Manchester United eru margir ansi reiðir yfir því að Nicolas Jackson framherji Chelsea hafi ekki fengið að líta rauða spjaldið gegn Everton í gær.
Eftir leik Chelsea og Everton í gær varð Jackon reiður og tók Nathan Patterson hálstaki.
Enska sambandið hefur greint frá því að ekkert verði gert í málinu.
Þetta finnst stuðningsmönnum United furðulegt enda fór Casemiro í þriggja leikja bann fyrir hálstak.
Casemiro tók þá Will Hughes leikmann Crystal Palace hálstaki en VAR ákvað að reka hann af velli og dæma hann svo í þriggja leikja bann.