Starfsmenn á heimavelli Luton voru steinhissa á gríðarlegum fagnaðarlátum leikmanna Arsenal eftir sigur liðsins í síðustu viku. Daily Mail fjallar um málið.
Arsenal vann ansi dramatískan 3-4 sigur þar sem Declan Rice skoraði sigurmarkið á 97. mínútu.
Ærðust leikmenn Arsenal úr fögnuði og hélt hann áfram inni í klefa eftir leik samkvæmt fréttum að utan.
Starfsmennirnir voru í raun í sjokki á háværunum og söngvunum sem komu úr klefanum.
„Þú hefðir haldið að þeir væru nýbúnir að vinna deildina, ekki stela sigri gegn Luton,“ sagði heimildamaður.
Arsenal tapaði gegn Aston Villa um helgina og missti þar með af toppsætinu til Liverpool.