Felipe Luis fyrrum varnarmaður Atletico Madrid segist sjá eftir einu á ferli sínum. Það er að hafa rætt um eiginkonu Angel Di Maria í leik þeirra.
Di Maria var þá kantmaður Real Madrid og Luis ákvað að fara að ræða konuna hans í leiknum til að taka hann úr sambandi.
„Þetta er líklega það eina sem ég sé eftir á ferlinum, ég myndi vilja hafa sleppt þessu. Það tengdist Di Maria,“ segir Luis sem lék einnig með Chelsea en er hættur.
„Ég var ný mættur til Atletico og það var leikur gegn Real Madrid, Kun Aguero sagði mér að ef ég væri að berjast við Di Maria þá ætti ég að tala um konuna hans og taka hann úr sambandi“
„Ég byrjaði leikinn á að ræða konuna hans, nefndi nafn hennar. Hann horfði á mig og var niðurlútur, ég vann leikinn þarna,“ segir Luis.
Luis sér eftir því að hafa rætt um Jorgelina Cardoso. „Di Maria, mér þykir þetta miður. Fyrirgefðu.“