Kyle Walker og eiginkona hans Annie hafa gengið í gegnum erfiða tíma undanfarið, Walker hefur ekki alltaf verið að gista heima hjá sér vegna ósættis í sambandinu.
Ensk blöð fjalla um málið og segja deilur þeirra snúast um það að Walker á barn með Lauryn Goodman.
Barnið er þriggja ára gamalt en Walker barnaði hana á meðan hann og Annie voru saman.
„Við erum ekki hætt saman, ég er mættur hérna á heimili okkar,“ segir Walker við ensk blöð en þau sátu fyrir honum fyrir utan heimili þeirra í gær.
Annie hefur fyrirgefið Walker ýmislegt, þar á meðal barnið sem hann eignaðist með annari konu en að auki hefur hann oft komist í fréttirnar fyrir heimskulega hegðun.