Scott McTominay, leikmaður Manchester United, segir að leikmenn liðsins taki ábyrgð á skelfilegu tapi gegn Bournemouth um helgina.
United tapaði 0-3 fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á laugardag en McTominay sat fyrir svörum fyrir leik liðsins gegn Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.
„Leikmennirnir finna fyrir ábyrgð,“ sagði hann þar.
„Það eru stórir karakterar í klefanum. Stundum hefur andrúmsloftið verið eitrað í gegnum tíðina með aðra stjóra en það er ekki svoleiðis núna.“
Í síðustu viku voru háværar sögusagnir þess efnis að Ten Hag væri búinn að missa klefann.
„Leikmennirnir standa að fullu á bak við stjórann. Svo einfalt er það,“ sagði McTominay.