Ósætti hefur verið innan raða HK eftir að félagið fékk það ekki í gegn að ráða Ólaf Kristjánsson sem yfirmann knattspyrnumála.
Hluti af stjórn knattspyrnudeildar vildi ráða Ólaf til starfa í haust en fékk það ekki í gegn. Hefur því hluti stjórnar sagt af sér.
Frá þessu er greint í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.
„Maður er að heyra að við séum blankir, það eru stjórnarmenn farnir út af því að þeir fengu ekki að ráða Óla Kristjáns,“ segir Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football og stuðningsmaður HK.
Ólafur var laus og klár í slaginn efir að hafa látið af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik. Hann tók að lokum við þjálfun Þróttar í Bestu deild karla
„Það var dramatík,“ sagði Hjörvar um málið.