Hafrún Rakel Halldórsdóttir hefur yfirgefið Breiðablik og samið við danska liðið Bröndby.
Hafrún sem er fædd árið 2002 og hefur fest sig í sessi í íslenska landsliðinu undanfarna mánuði.
Hafrún kom til Breiðabliks frá Aftureldingu fyrir tímabilið 2020 og hefur leikið 95 leiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 13 mörk.
„Hún hefur reynst félaginu gríðarlega vel og óskum við henni alls hins besta í Danmörku,“ segir á vef Breiðabliks.