fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Er Ten Hag búinn að finna leið til að losa sig við Sancho? – Myndi fá annan leikmann í staðinn fyrir hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. desember 2023 09:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er kominn með nóg af fréttunum í kringum Jadon Sancho og leitar leiða til að losa hann.

Sancho hefur ekki mátt koma nálægt aðalliði United unfanfarna mánuði eftir uppþot hans og Ten Hag á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir tap gegn Arsenal snemma á leiktíðinni.

Það eru því allar líkur á að Englendingurinn ungi sé á förum og hefur hans fyrrum félag Dortmund verið nefnt til sögunnar, en þaðan kom Sancho til United á 73 milljónir punda sumarið 2021.

Nú segir Sport á Spáni hins vegar frá því að United vilji fá Raphinha frá Barcelona og nota Sancho til þess.

Samkvæmt miðlinum hyggst United bjóða Sancho til Barcelona fyrir Raphinha.

Raphinha hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm á þessari leiktíð með Barcelona en hann hefur komið við sögu í 15 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“

Fréttamaður RÚV varar landsmenn við – „Það er bara mjög ólíklegt“
433Sport
Í gær

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag
433Sport
Í gær

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“