Eiginkonur leikmanna enska karlalandsliðsins skoða nú kosti sína hvað varðar gistingu á meðan EM næsta sumar stendur yfir í Þýskalandi. Svo virðist sem þær vilji helst dvelja í kastala.
Ensku götublöðin hafa mikinn áhuga á eiginkonum leikmanna landsliðsins. Sagt er að þær séu mjög spenntar fyrir mótinu í Þýskalandi, þá sérstaklega þar sem reglurnar þar eru ekki eins stífar og á HM í Katar í fyrra.
The Sun segir frá því að hópur eiginkvenna leikmanna í enska landsliðinu sé búinn að ráða starfsmann til að spikuleggja ferð þeirra til Þýskalands.
Heimildamaður blaðsins segir að þær vilji helst gista í þýskum kastala.
Skoða þær aðallega Schlosshotel-kastalann í Kronberg sem hefur verið gerður upp sem hótel.. Þar kostar herbergi 1750 pund nóttin.
Schloss Auel Boutique hótelið kemur einnig til greina. Þar eru Michelin-kokkar, kokteilbarir og fleira gott.