AS Roma og Fiorentina mættust í mögnuðum leik í Serie A í gær. Athæfi Jose Mourinho, stjóra Roma, undir lok leiks vakti mikla lukku.
Romelu Lukaku kom Roma yfir strax á 5.mínútu en fljótlega í seinni hálfleik fór allt í skrúfuna. Nicola Zalewski fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 64. mínútu og skömmu síðar jafnaði Fiorentina.
Á 87. mínútu fékk Lukaku svo beint rautt spjald.
Mourinho vildi ólmur halda í stigið og sendi því boltastrák með skilaboð til leikmanna Roma inn á völlinn. Rétti drengurinn Rui Patricio, markverði Roma, skilaboðin.
Roma hélt út og lokatölur 1-1. Liðið er í fjórða sæti með 25 stig.
Roma down to 9 men at home, needing to hold the score to remain in the top 4.
The cameras catch Mourinho making one of his notes, which he gives to a ball boy and asks him to give it to Rui Patrício.
Fantastic image.pic.twitter.com/4jy2W6Y3JA
— IM🇵🇹 (@Iconic_Mourinho) December 10, 2023