Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að hann hafi verið varaður við því að taka við Manchester United fyrir síðasta tímabil.
Ten Hag gerði frábæra hluti með Ajax í Hollandi um tíma og fékk svo kallið frá Manchester – eitthvað sem hann gat ekki hafnað.
Vinir Ten Hag vöruðu hann við því að taka að sér starfið en hann hefur gert fína hluti hingað til og hafnaði liðið í þriðja sæti á síðasta tímabili.
,,Ég elskaði liðið sem Sir Alex Ferguson bjó til og þennan úrslitaleik í Meistaradeildinni í Barcelona. Það var ákveðin hvatning fyrir mig,“ sagði Ten Hag.
,,Allir sögðu við mig að ég gæti ekki náð árangri hérna, að þetta starf væri ómögulegt. Ég sjálfur, ég vildi taka þessari áskorun en vissi að hún yrði ekki auðveld.“
,,Þetta er svo frábært félag með frábæra stuðningsmenn, fólk elskar Manchester United eða hatar Manchester United. Ég er hrifinn af svona félögum, Ajax var eins.