Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var skiljanlega ansi óánægður með frammistöðu síns liðs gegn Bournemouth í dag.
Bournemouth kom mörgum á óvart og vann 0-3 útisigur á Old Trafford og átti í raun sigurinn skilið.
Frammistaða United kemur mörgum á óvart eftir mjög flotta spilamennsku gegn Chelsea í miðri viku.
,,Við byrjuðum svo illa, munurinn á okkur var of mikill. Við byrjuðum vel gegn Chelsea og voru mjög aggressívir og einbeittir. Í dag vorum við það ekki,“ sagði Ten Hag.
,,Þetta er okkur að kenna, við vissum að þeir myndu pressa á okkur og við getum ekki gefið boltann frá okkur eins og við gerðum. Við gáfum þeim of mikið pláss.“
,,Þeir skoruðu flott mörk en við getum ekki byrjað svona. Þú þarft að staðsetja þig betur og það tengist allt einbeitingu.“