Það kom mörgum á óvart þegar miðjumaðurinn eftirsótti Ruben Neves ákvað að færa sig til Sádi Arabíu í sumar.
Neves var orðaður við fjölmörg lið í Evrópu en hann er aðeins 26 ára gamall og lék lengi með Wolves á Englandi.
Neves ákvað að skrifa undir hjá Al-Hilal í sumarglugganum en peningarnir í Sádi tala sínu máli og viðurkennir Portúgalinn það fúslega.
,,Auðvitað spiluðu penignarnir hlutverk. Það er ekki hægt að fela það,“ sagði Neves í samtali við BBC.
,,Þetta snerist þó einnig um verkefnið sem mér var boðið, ég veit að fólk heldur að við séum bara að segja það til að segja það en það er ekki rétt.“
,,Þetta er risastórt verkefni, ég held að fólk átti sig ekki á hversu mikið fótboltinn er að tækka hérna, hvernig hann getur verið eftir eitt eða tvö ár.“