Neymar, fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain og Barcelona, sendi fyrrum félagi sínu stuðning á Instagram síðu sinni á dögunum.
Um er að ræða hans uppeldisfélag, Santos, en liðið féll úr efstu deild í Brasilíu fyrir helgi.
Santos er félag sem er þekkt fyrir að framleiða frábæra unga leikmenn og má einnig nefna Rodrygo sem spilar fyrir Real Madrid í dag.
Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Santos fellur úr efstu deild og eru margir í Brasilíu í sárum vegna þess.
Neymar er sjálfur mjög sár yfir stöðunni en birti mynd af sjálfum sér í búningi Santos og skrifaði einfaldlega: ,,Santos, alltaf Santos.“
Það er ekki útilokað að Neymar endi feril sinn hjá uppeldisfélaginu en hann er í dag í Sádi Arabíu.
View this post on Instagram