Ruud Gullit, goðsögn Chelsea, vonar að liðið tapi leik sínum gegn Everton sem fer fram á morgun.
Það eru ekki vinsæl ummæli á meðal stuðningsmanna Chelsea en liðið hefur sjálft verið í töluverðu basli á tímabilinu.
Ekki jafn miklu basli og Everton þó sem fékk tíu mínus stig fyrr á leiktíðinni og er þess vegna í fallbaráttu.
Gullit vill alls ekki að Everton falli niður um deild í vetur og mun því fagna ef liðið nær þremur stigum gegn hans fyrrum félagi.
,,Ég vorkenni Everton og ég held að allir vorkenni þeim aðeins. Ég vil að Everton haldi sér í ensku úrvalsdeildinni og ég vona að þeir nái í úrslit gegn Chelsea,“ sagði Gullit.
,,Ég er ennþá gríðarlegur stuðningsmaður Chelsea og vil að þeir vinni sína leiki en ég vorkenni Everton og vil halda þeim í efstu deild.“
,,Ég bið alla stuðningsmenn Chelsea afsökunar. Ég er hrifinn af Sean Dyche, þetta er erfitt þar sem ég er mikill stuðningsmaður Chelsea.“