Harry Kane er loksins búinn að finna sér heimili í Þýskalandi eftir að hafa flutt þangað eftir félagaskipti í sumar.
Kane gekk í raðir Bayern Munchen í sumarglugganum en lék fyrir það með Tottenham og er markahæstur í sögu félagsins.
Kane hefur búið einn á hóteli undanfarna mánuði en eiginkona hans, Kate, sem og börn hans hafa búið í London.
Bild greinir frá en húsið var áður í eigu varnarmannsins Lucas Hernandez sem flutti til Frakklands fyrr á árinu.
Nú getur fjölskylda Kane loksins sameinast í Þýskalandi en búist er við að þau verði flutt inn fyrir jól.