Það er ljóst að markmaðurinn Zack Steffen á enga framtíð fyrir sér á Englandi og er að snúa aftur til heimalandsins.
Steffen er 28 ára gamall en hann hefur leikið með Manchester City undanfarin fjögur ár en lék aðeins tvo deildarleiki.
Steffen var fenginn frá Colombus Crew árið 2019 og hefur verið lánaður til Fortuna Dusseldorf sem og Middlesbrough.
Nú er Steffen að kveðja Man City endanlega og hefur hann fengið grænt ljós frá Pep Guardiola, stjóra liðsins.
Steffen á að baki 29 landsleiki fyrir Bandaríkin en hann er að gera samning við Colorado Rapids í heimalandinu, Bandaríkjunum.