Crystal Palace 1 – 2 Liverpool
1-0 Jean-Philippe Mateta(’57, víti)
1-1 Mohamed Salah(’76)
1-2 Harvey Elliott(’91)
Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Liverpool heimsótti þá Crystal Palace.
Palace byrjaði þennan leik gríðarlega vel og komst yfir á 57. mínútu er Jean-Philippe Mateta skoraði.
Mateta gerði mark sitt úr vítaspyrnu og var útlitið lengi vel bjart fyrir heimamenn, þar til Andre Ayew skemmdi partíið.
Ayew fékk að líta rautt spjald á 75. mínútu en hann fékk þar sitt annað gula spjald og ljóst að róðurinn yrði erfiður fyrir heimamenn.
Mohamed Salah jafnaði fyrir Liverpool á 76. mínútu og lagði svo upp annað í uppbótartíma.
Salah lagði upp mark fyrir Harvey Elliott sem hafði komið inná sem varamaður og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri.