Það var boðið upp á gríðarlega óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á Old Trafford, heimavelli Manchester United.
Man Utd fékk Bournemouth í heimsókn og fékk alvöru skell á heimavelli eftir flotta frammistöðu gegn Chelsea á dögunum.
Bournemouth hefur verið á góðu róli undanfarið og vann sannfærandi 3-0 útisigur á heimaliðinu í kvöld.
Bournemouth hefur nú ekki tapað í síðustu fimm leikjum sínum en sigur liðsins var í raun aldrei í hættu í þessari viðureign.
Fleiri leikir fóru fram en úrslit og markaskorara má sjá hér.
Manchester United 0 – 3 Bournemouth
0-1 Dominic Solanke(‘5)
0-2 Philip Billing(’68)
0-3 Marcos Senesi(’73)
Brighton 1 – 1 Burnley
0-1 Wilson Odobert(’45)
1-1 Simon Adingra(’77)
Sheffield United 1 – 0 Brentford
1-0 James Mcatee(’45)
Wolves 1 – 1 Nott. Forest
0-1 Harry Toffolo(’14)
1-1 Matheus Cunha(’32)