Aston Villa 1 – 0 Arsenal
1-0 John McGinn(‘7)
Arsenal tapaði í kvöld sínum öðrum deildarleik í ensku úrvalsdeildinni er liðið mætti Aston Villa á Villa Park.
Leikurinn var nokkuð fjörugur en Unai Emery er stjóri Villa í dag og var áður einmitt stjóri Arsenal.
Villa hefur komið mörgum á óvart á þessu tímabili og eftir 1-0 sigur á Arsenal í dag er liðið með 35 stig í þriðja sæti.
Villa er aðeins tveimur stigum frá toppliði Liverpool eftir 16 umferðir og stigi á eftir Arsenal sem er sæti ofar.
Eina markið skoraði John McGinn fyrir heimamenn í Villa en hann kom boltanum í netið eftir aðeins sjö mínútur.