Chelsea virðist hafa engar áhyggjur af FFP eða ‘Financial Fair Play’ og er tilbúið að borga félagsmet fyrir framherjann Victor Osimhen.
Frá þessu greinir Football Transfers en Todd Boehly, eigandi Chelsea, ku skoða það mikið að fá sóknarmanninn til félagsins 2024.
Chelsea er nú þegar undir rannsókn FFP vegna brot á fjárlögum en það virðist ekki ætla að hafa áhrif á kaupstefnu félagsins.
Mörg lið hafa sýnt Osimhen áhuga en hann leikur með Napoli og skoraði 26 mörk á síðasta tímabili er Napoli vann sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 33 ár.
Osimhen verður samningslaus árið 2025 en myndi samt sem áður kosta yfir 100 milljónir punda.