Það kannast margir við nafnið Ricardo Pepi en það er landsliðsmaður Bandaríkjanna og var um tíma leikmaður Augsburg í Þýskalandi.
Pepi kom til Augsburg frá FC Dallas árið 2019 og átti að verða arftaki Alfreðs Finnbogasonar sem var lengi markavél þýska liðsins.
Það gekk hins vegar ekkert hjá Pepi í Þýskalandi en hann skoraði ekki eitt mark í heilum 16 leikjum fyrir liðið.
Augsburg gafst að lokum upp á Pepi og lánaði hann til Groningen og var hann svo seldur til PSV Eindhoven.
Pepi er loksins að ná sér almennilega á strik en hann hefur nú gert sex mörk í 20 leikjum fyrir PSV þó að byrjunin þar hafi verið erfið.
Pepi hefur skorað sex mörk og lagt upp eitt á aðeins 239 mínútum en hann hefur oftar en ekki verið varamaður.
Um er að ræða aðeins 20 ára gamlan strák sem var talin gríðarleg vonarstjarna – hann hefur skorað 10 mörk í 22 landsleikjum fyrir Bandaríkin.