Viðar Örn Kjartansson er sagður skoða það að koma heim til Íslands og spila hér á landi. Um þetta var rætt í Dr. Football í dag.
„Þetta hefur ekkert verið frábært síðustu ár,“ segir Hrafnkell Freyr Ágústsson.
Viðar er sagður hafa losað sig undan samningi við CSKA 1948 í Búlgaríu og gæti skoðað heimkomu.
Viðar hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2014 og leikið víða, meðal annars í Kína, Rússlandi og Grikklandi..
Viðar hefur leikið rúmlega 30 landsleiki fyrir Ísland en hann verður 34 ára gamall á næsta ári.