Sádi-Arabía hefur verið að glíma við vandamál sem snýr að því að fáir áhorfendur mæti á leiki deildarinnar þar í landi.
Þó svo að Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Neymar hafi mætt í deildina á árinu hefur mætingin á suma leiki verið hreint herfileg.
Reglulega birta erlendir miðlar fréttir um afar dapra mætingu á suma leiki og nú síðast var sagt frá því að fáir hafi mætt á leik Al-Hazem og Al-Fateh.
Það mættu 640 manns á völl sem tekur 8 þúsund manns í sæti.
Þetta er þó ekki versta mætingin í Sádí á tímabilinu því aðeins 133 mættu á leik Al Riyadh gegn Al Okhdood.