KSÍ ætlar að bjóða Age Hareide að halda áfram sem landsliðsþjálfari en málið var tekið fyrir á síðasta fundi stjórnar.
„Stjórn KSÍ samþykkti að gefa formanni KSÍ umboð til að ræða við Åge Hareide um mögulega endurnýjun á samningi hans,“ segir í fundargerð KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir mun því fara í viðræður við Hareide um að halda áfram en hann tók við liðinu í vor.
Hareide hefur mistekist að bæta úrslitin hjá íslenska landsliðinu en einhverjir hafa séð bætingar á leik liðsins þrátt fyrir það.
Hareide hefur mikla reynslu úr þjálfun. Vanda mun láta af störfum sem formaður KSÍ áður en núverandi samningur Hareide rennur út.