Það gengur lítið upp hjá Tottenham þessa dagana eftir góða byrjun í ensku úrvalsdeildinni.
Liðið tapaði 1-2 gegn West Ham á heimavelli í gær og hefur nú tapað fjórumaf síðustu fimm leikjum, einn af þessum fimm endaði með jafntefli.
Tölfræðiveitan OptaJoe bendir á að Tottenham hafi skrifað söguna tvisvar á mjög neikvæðan hátt í gær.
Varð liðið annars vegar það fyrsta í sögunni til að vinna ekki í fimm leikjum í röð þrátt fyrir að komast yfir þeim í öllum.
Hins vegar fyrir að tapa þremur heimaleikjum í röð þrátt fyrir að komast yfir í þeim öllum.
Tottenham er í fimmta sæti deildarinnar með 27 stig, 9 stigum á eftir toppliði Arsenal.
1 – Tottenham are the first side in Premier League history to…
…fail to win five consecutive games despite going 1-0 up in each match.
…lose three consecutive home games despite going up 1-0 up in each match.
Spursy. pic.twitter.com/DW6mgUVXnW
— OptaJoe (@OptaJoe) December 7, 2023