Virgil Van Dijk er besti varnarmaður í heimi, þetta er mat Jurgen Klopp stjóra liðsins sem lofsyngur leikmanninn sinn.
Van Dijk hefur fundið sitt gamla form eftir nokkuð erfiða tíma eftir erfið meiðsli.
Van Dijk hefur verið frábær á þessu tímabili og staðið vaktina með miklum ágætum á þessu tímabili hjá Liverpool.
„Virgil er besti varnarmaður í heimi,“ segir Klopp um málið.
„Átti hann erfiða tíma? Já, en finndu leikmann fyrir mig sem hefur aldrei átt erfiða tíma. Ég myndi vilja hitta hann.“
„Rio Ferdinand, Jaap Stam og Sami Hyypia, enginn var fullkomin. Van Dijk er rosalega mikilvægur fyrir okkur.“