Erik ten Hag, stjóri Manchester United segist ekki sjá eftir neinu í samskiptum sínum við Jadon Sancho.
Sancho hefur hvorki æft né spilað með United frá því í september þegar hann fór í stríð við Ten hag.
Ten Hag valdi Sancho ekki í hóp gegn Arsenal og sagði að leikmaðurinn hefði verið latur á æfingum. Sancho sendi frá sér harðorða yfirlýsingu og sagði það vera orðið þreytt að vera gerður að blóraböggli.
Nú þegar nokkuð er liðið hefur Sancho hvorki æft né spilað en Ten Hag sér ekki eftir neinu. „Ég sé ekki eftir neinu,“ segir Ten Hag.
„Ég myndi ekki gera neitt öðruvísi í dag,“ segir Ten Hag en Sancho hefur neitað að biðjast afsökunar á málinu.
🚨🔴 Erik ten Hag says he has “no regrets” on his decisions about Jadon Sancho case.
“No, I wouldn't act differently”, he told United We Stand. pic.twitter.com/ayYZEtv4ef
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 7, 2023