Son Heung-Min, fyrirliði Tottenham brast í grát þegar hann fór af velli í tapi gegn West Ham í gær en hann virtist sárþjáður.
Meiðsli hafa herjað á leikmenn Tottenham undanfarið og Son gæti nú farið a sjúkralistann.
Tottenham lék frábæran fyrri hálfleik gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem liðið fékk tækifæri til að ganga frá leiknum.
Christian Romero sem hafði afplánað þriggja leikja bann skoraði fyrsta mark leiksins snemma leiks.
Tottenham fékk fullt af tækifærum til að ganga frá leiknum eftir það en nýtti ekki færin sín.
West Ham stokkaði spil sín í hálfleik og það skilaði sér, Jarrod Bowen jafnaði leikinn eftir sjö mínútur í síðari hálfleik.
Það var svo James Ward-Prowse sem tryggði sigurinn eftir slæm mistök í vörn Tottenham og sigurinn var því Tottenham.
Tottenham hefur tapað fjórum af síðustu fimm deildarleikjum en liðið hefur átt í vandræðum vegna meiðsla.