Jamie Carragher, Ian Wright, Roy Keane og Gary Neville eru sammála um að Manchester United eigi að selja átta leikmenn.
Þeir setja allir spurningamerki við Andre Onana en eru allir sammála um að Victor Lindelöf eigi að fara frá félaginu.
Þeir eru allir á því að Jadon Sancho og Antony verði að fara frá félaginu.
Sofyan Amrabat, Christian Eriksen, Jonny Evans og Raphael Varane ættu allir að fara samkvæmt sérfræðingunum.
Þeir voru beðnir um að skoða leikmannahóp United og þeir vilja Anthony Martial burt frá félaginu.