Rúnar Már Sigurjónsson er á leið til Íslands og ætlar að spila hér á landi næsta sumar ef marka má fréttir í Þungavigtinni í dag.
Valur, Víkingur og ÍA eru sögð vilja fá kappann í sínar raðir.
Rúnar Már ætlar sér að vera búsettur á Akranesi en hann hafði æft með liðinu síðasta sumar.
Rúnar hefur undanfarið spilað með Voluntari í Rúmeníu en hann hefur verið atvinnumaður í tíu ár.
Rúnar hefur spilað 32 landsleiki fyrir Ísland en hann hefur ekki verið í landsliðshópnum síðustu ár.