fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Mígandi tap á rekstri KSÍ þetta árið – Brottreksturinn á Arnari sögð ein ástæðan

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. desember 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ verður rekið með verulegi tapi á þessu ári en rekstur sambandsins virðist í ójafnvægi miðað við fundargerð sambandsins.

Nokkrar ástæður eru sagðar vera fyrir þessu mikla tapi en þar á meðal er brottrekstur á Arnari Viðarssyni og ráðningin á Age Hareide talið upp.

Einnig er rætt um kostnað við að halda Laugardalsvelli gangandi fyrir Evrópuleiki Breiðabliks.

Úr fundargerð KSÍ:

Bryndís Einarsdóttir fjármálastjóri KSÍ fór yfir 9 mánaða uppgjör og spá um niðurstöðu ársins.

✓ Gert er ráð fyrir að sambandið verði rekið með verulegu tapi árið 2023, m.a. vegna árangurstengdra verkefna sem voru ekki í fjárhagsáætlun 202 (úrslitakeppni U19 karla og kvenna og aukaleikur um laust sæti á HM U20
kvenna í Kólumbíu), þjálfaraskipta A landsliðs karla og aukins kostnaðar við flug og uppihald A landsliða. Stjórnin ræddi ítarlega hvort hægt sé að draga úr rekstrartapinu með mótvægisaðgerðum á lokametrum ársins. Óvissa er um þann kostnað sem fellur á KSÍ til þess að halda Laugardalsvelli leikhæfum til loka nóvember, en lagt hefur verið hart að stjórnvöldum að taka á sig þennan kostnað enda er bágborin vallaraðstaða ekki á ábyrgð KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur