Fyrrum knattspyrnumaðurinn Dimitar Berbatov tók þátt í virkilega skemmtilegu atriði með Youtube-rásinni Shoot for Love.
Búlgarinn varð á sínum tíma Englandsmeistari í tvígang með Manchester United og varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar 2010-2011.
Hann kann því eitthvað fyrir sér í boltanum en í atriðinu, sem sjá má hér að neðan, var Berbatov settur í dulargervi eldri manns og svo mætti hann í sjö manna bolta.
Fyrst átti Berbatov að láta eins og hann væri ansi lúinn og hefði ekki mikið fram að færa en svo tók hann við sér þegar hann var beðinn um það.
Að lokum fór hann úr dulgargervinu og meðspilarar hans sáu um hvern væri að ræða.
Þetta skemmtilega myndband má sjá hér að neðan.